Færsluflokkur: Umhverfismál

Náttúrulegar sveiflur, áhrif mannsins og óvissan

Loftslagið ræðst alls ekki eingöngu af mannavöldum né eru áhrif mannskepnunnar engin. Flókið ekki satt, báðar fullyrðingarnar réttar á sama tíma!

Vandinn er auðvitað að greina flóknar náttúrulegar sveiflur frá hinum manngerðu og tapa sér ekki í því að eðlileg óvissa um nákvæm mörk séu einhvers konar sönnun þess að loftslagskenningar séu tóm tjara. Það er svolítið eins og að túlka óvissu um komutíma flugvéla sem sönnun þess að flugið eigi sér ekki stað.

Í ljós hefur komið að sveiflur í straumakerfi úthafanna, (Atlantshafsins sérstaklega) og samspil þeirra við sveiflur í lofthjúpnum valda víxlverkunum sem koma fram sem náttúrulegar sveiflur í loftslaginu. Þannig virðist skýring fundin á breytingum sem urðu um 1910, 1940 og á áttunda áratug síðustu aldar. Þessar sveiflur ýkja hitastigshækkunina síðust einn eða tvo áratugina. Næstu 10 - 20 árin munu þær tempra hitastigshækkunina en eftir það snýst dæmið við.

Um þetta má lesa í þessari grein, og þessari, hjá Geophysical Research Letter, en um þessar niðurstöður er fjallað víða, m.a. á New Scientist hér  og hér, auk þess sem beittur penni Georg Monbiot drepur niður bleki um efnið.


mbl.is Dregur úr bráðnun hafíssins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðurheimskautið ekkert meðaltalsvæði

Markmið alþjóðasamfélagsins í loftslagsmálum í dag er að meðalhækkun hitastigs á jörðinni verði ekki meiri en 2 gráður. Meðaltal rúmar þó auðveldlega heilmikil frávik. Norðurheimskautssvæðið er t.d. viðkvæmara fyrir loftslagsáhrifinum langt fyrir ofan meðaltal.

Nýjar rannsóknir sýna hvernig hitastig lækkaði jafnt og þétt - með smávægilegum sveiflum - síðustu tvö árþúsund. Uns á 20. öldinni verður kúvending - og norðurheimskautið hlýrra á síðustu öld heldur en nokkru sinni fyrr, sérstaklega síðustu 10 árin. Hlýskeiðið á landnámstímanum var raunverulegt, en miðað við nútímann telst það minniháttar frávik.

_46316580_arctic_temperatures_466gr

Sjá þessa umfjöllun á vísindavef BBC.

Svo vitnað sé í nýleg orð framkvæmdastjóra SÞ: "Scientists have been accused for years of scaremongering. But the real scaremongers are those who say we cannot afford climate action."


Hættumörkin í loftslagsmálum liggja neðar en áður var talið ?

Stöðugt virðast koma fram vísbendingar um að í loftslagsmálum hafi vísindamenn verið full bjartsýnir þegar metið hefur verið hversu langt væri óhætt að ganga í losun gróðurhúsaloftslagstegunda án þess að hlýnun jarðar verði stjórnlaus og óviðráðanleg.

Í náttúrunni eru alls kyns temprandi þættir sem virka á móti hlýnun og viðhalda jafnvægi. Eins konar bremsur. Ef álagið verður of mikið brotna þessi áhrif niður og jafnvægispunkturinn hrekkkur til þangað til nýtt jafnvægi finnst við önnur mörk. Fyrir okkur sem núna erum aðlöguð jörðinni eins og hún er í dag má það auðvitað alls ekki gerast.

En einmitt þetta gæti verið að gerast. Á norðurheimskautinu liggur grafið í frysti gríðarlegt magn af metangasi, en metangas hefur miklu sterkari gróðurhúsaáhrif en koltvísýringur. Ef sjórinn og landið hlýnar um of á þessu svæði losna þessar miklu birgðir, hlýnunaráhrifin margfaldast, hitinn hækkar enn meir og enn meira losnar af gasinu og svo framvegis. Stjórnlaus áhrif sem ekki verður við ráðið.

Í loftslagslíkönum hefur ekki verið talið að þetta gæti gerst fyrr en hlýnun yrði meiri heldur en nú er stefnt að því að takmarka hana við, sem sé 2 gráðurnar sem Kyoto og Kaupmannahafnar ráðstefnurnar miða við. En náttúran skeytir lítt um ráð og nefndir manna, hlustar ekki á alþjóðalög heldur eingöngu órjúfanleg náttúrulögmál. Málamiðlanir, sanngirnir og réttlæti hafa því miður ekkert vægi í náttúrunni. Nú eru stöðugt að koma fram vísbendingar um að metanið í norðri er að losna ... ekki seinna, heldur núna ..... nýjustu fréttina má lesa hér.


Um bloggið

Kjartan Rolf Árnason

Höfundur

Kjartan Rolf Árnason
Kjartan Rolf Árnason
Ljóðrænn verkfræðingur með skoðanir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  •  46316580 arctic temperatures 466gr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband