Aðeins mögulegt að nýta fjórðung þekktra olíulinda !

Sláandi staðreynd um loftslagið. Eigi að hemja hlýnunina (sem sé halda sig innan við 2stiga hlýnun sem þó kemur til með að hafa dramatísk áhrif um allan heim) má ekki bæta meiru CO2 út í andrúmsloftið en sem svarar til fjórðungs þegar þekktra linda olíu og kola.

Meira er einfaldlega ekki pláss fyrir. Eða eins og fram kemur í þessari grein hér má losun fram til 2050 aðeins nema 1000 milljón tonn kolefnis. Til samanburðar var losunin 234 milljón tonn milli árin 2000 - 2006. Sem sé - kolefnislaust samfélag iðnríkjanna fyrir 2050 og stórfelldur samdráttur losunar fyrir 2020 er ekki bara draumsýn heldur eina mögulega leiðin.

Ef einhverjum þykir mörkin ströng er ágætt að hafa í huga að 2 stiga hækkunin sem þessu fylgdi er óvissu háð, það eru 25% líkur á að hækkunin verði MEIRI. Og já, sjávarborð mun þá hækka um á bilinu hálfan til einn og hálfan metra. Satt, þar sökkva nokkrar borgir, en þannig er það nú bara, þrátt fyrir allt eru ræktarlöndin mikilvægari, þar er vandinn mun meiri og alvarlegri.

Fær mann til að íhuga hversu skynsamleg olíuleit á Drekasvæðinu er . . .

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kjartan Rolf Árnason

Höfundur

Kjartan Rolf Árnason
Kjartan Rolf Árnason
Ljóðrænn verkfræðingur með skoðanir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  •  46316580 arctic temperatures 466gr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband