Árans stjórnarskráin skemmir allt

Óréttlátt og ósanngjarnt að þurfa þola hækkun skulda langt út fyrir það sem maður reiknaði með, óskandi væri að þeir sem njóta hækkunarinnar, sem sé þeir sem eiga skuldirnar, - á endanum lánadrottnar bankanna og íbúðalánasjóðs, innlendir og erlendir - væru bara til í að afþakka gott boð. Þar stendur líklega hnífurinn í kúnni, hmmm.

En að skikka þá bara til þess. Gera eignirnar bara upptækar í þágu skuldara?

Árans stjórnarskráin eyðileggur það, skamm, skamm, svona gerir maður ekki segir þar einhvers staðar. Nema bæta að fullu fyrir. Og dómskerfið mun umsvifalaust taka undir þá túlkun.

En erum við þá ekki að tala um að leiðrétta eitt ranglæti með öðru ranglæti. Er það ekki annars ranglæti að láta þá taka á sig skuldaniðurfærsluna sem hverki komu nærri, hina skuldlausu í gegnum skattkerfið. Hvers eiga þeir að gjalda??? Fyrir mína parta hafði ég heilmikið fyrir því að halda mínum skuldum í viðráðanlegu horfi og taka spennuna úr boganum á sínum tíma, ég er eiginlega ekkert til í að taka á mig skuldir annarra, mér duga eigin skuldir fulllkomlega, takk fyrir.

Fyrir utan að gengið mun leiðréttast fyrr eða síðar og þá fara myntkörfulánin niður af sjálfu sér. Ætti þá að skila til baka höfuðstólslagfæringu? Jah, maður spyr sig.

Ætli hún sé nokkuð svo galin þessi fornkveðna, - víst er heimurinn ranglátur en hjálpum þeim sem eru hjálpar þurfi.


mbl.is Málefnahópur VG vill lækka höfuðstól lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Albert Guðmann Jónsson

Ég held samt það sé þjóðhagslega hagkvæmt, sem sé betri niðurstaða sem færst úr því að reyna að koma skuldastöðu nær eignarverði. Það hvetur fólk til að halda áfram að berjast í sínum málum en ekki bara gefast upp og láta bankann hirða allt draslið, sem veldur meira verðhruni og tapi á bankana.  Svo má ræða hvort það sé sanngjarnt að þeir sem tóku rangar ákvarðanir fái sínar skuldir afskrifaðar en hinir sem eru búnir að taka á sig hlutfallslega jafn mikla hækkun lána og þeir fyrrnefndu fá ekki neitt. Það er enginn jöfnuður í því!

Albert Guðmann Jónsson, 8.5.2009 kl. 09:57

2 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Kjartan

Það er óþolandi að lán geti hækkað um 20-25% á 18 mánuðum og launin standi í stað. Þetta er ekki mannfólki bjóðandi. Hjá (öðrum) siðmenntuðum þjóðum er jafnvel þak á vaxtastigi, held að það sé 7% í Danmörk, og þar er að sjálfsögðu ekki verið að nota ólíkindatól og vitleysisverkfæri sem verðtryggingin, allavega á Íslandi, er. Hvernig er hægt að réttlæta það að ef tómatsósa hækkar úr 100 kr í 149 kr þá hækki 20 milj veðlánið fólks í 29,8 milj. Þetta er náttúrulega óverjandi.

Axel Pétur Axelsson, 8.5.2009 kl. 10:29

3 Smámynd: ThoR-E

Þetta eru verðyryggingin og verðbólgan hafa búið til falskar tölur .. lán hafa hækkað um milljónir vegna þess sem hér hefur átt sér stað .. og á það allt að lenda á skuldurum?

Það væri fáránlegt.

Það þarf að leiðrétta þessi lán!

ThoR-E, 8.5.2009 kl. 10:46

4 Smámynd: Kjartan Rolf Árnason

Axel, ég er alveg sammála því. Sé bara ekki hvernig við komumst framhjá stjórnarskrárvernduðum eignarrétti til þess að laga það úr þessu. Nema með því að búa til annað óþolandi óréttlæti og láta þriðja aðila borga brúsann.

Ég man líka mjög vel þá tíð þegar vísitölubinding launa var afnumin. Á 3 mánuðum myndaðist mjög svipuð staða, og ekki nóg með heldur hækkuð vextir úr cirka 2% í um 8% á sama tíma þannig að greiðslubyrðin margfaldaðist líka. Þetta var fólk látið bera algerlega óbætt og ekki einu sinni reynt að létta fólki greiðslubyrðina. En á endanum lagaðist þetta höfuðstólsdæmi því þrátt fyrir allt hefur vísitala launa vaxið meira en vísitala verðlags - til lengri tíma litið - þó misræmi myndist á skemmri tímabilum. Þannig hefur það verið allt lýðveldistímabilið og þrátt fyrir alla kreppu núna mun það gerast líka í framtíðinni. Að krefjast per samtundis leiðréttingar á kostnað saklauss fólks er bara ósanngjarnt gagnvart því.

Kjartan Rolf Árnason, 8.5.2009 kl. 10:59

5 identicon

Hagfræðingarnir, bankamennirnir og stjórnmálaleiðtogarnir eru föst í og tala stanslaust um niðurfellingar, afskriftir, niðurfærslur og fleira í þeim dúr sem eins og það sé verið að "gefa" heimilunum eitthvað og það muni kosta ríkið einhver lifandis ósköp.
ÞETTA ER EKKI RÉTT!!!
Það er ekki farið fram á að neinum sé gefið eitt né neitt, það er ekki farið fram á að skuldir séu felldar niður, afskrifaðar eða þeim eytt á einn eða annan hátt. Fólk vill standa í skilum með sínar skuldbindingar, fólk vill borga af lánum sínum en vegna þeirra efnahagslegu hamfara sem eru að ganga yfir þjóðina + afleiðinga af pólitískt verndaðri glæpastarfsemi er mörgum ókleyft að standa í skilum, margir að nálgast þann punkt og aðrir hreinlega neita að greiða gamblingskuldir glæpamanna.

Það sem við förum fram á er “leiðrétting” á gildandi lánasamningum samkvæmt þeim tillögum sem betur er hægt að skoða á www.heimilin.is og ennfremur að skipuð verði óháð ópólitísk nefnd fag- og hagsmunaaðila til gagngerrar endurskoðunar á núverandi íbúðarlánakerfi og rannsóknar á útreikningi verð- og gengistryggðra veðlána.

ALLAR reiknijöfnur sem notaðar eru, leiða til verulegrar öftöku vaxta og verðbóta. Þetta er vitað og hefur verið viðvarandi allar götur aftur til 1979. Jóhanna er búin að vera að benda á þetta í 30 ár sem og fleiri en núna þegar tækifærið er að taka á þessum vanda þá er viljinn og áhuginn kominn í ruslið!

Rósa (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kjartan Rolf Árnason

Höfundur

Kjartan Rolf Árnason
Kjartan Rolf Árnason
Ljóðrænn verkfræðingur með skoðanir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  •  46316580 arctic temperatures 466gr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband