Eru auknar tekjutengingar ekki líka skattahækkun ???

Merkileg þessi skattaræða sjálfstæðismanna, þeir staglast á því að aðrir ætli að hækka skatta en sko alls ekki þeir - þeir ætli nefnilega að draga úr kostnaði með því að auka tekjutengingar í skattakerfinu.

En ég veit ekki betur en að það séu skattahækkanir líka, - en auðvitað eingöngu á fólk með miðlungstekjur, barnafólk, öryrkja og gamalmenni - hátekjufólk sleppur auðvitað. Sem sagt í munni sjálfstæðismanna eru hærri skattar á venjulegt fólk og þá sem minna mega sín þá ekki skattahækkanir svo lengi sem efnafólkið sleppur - eða hvað ?

 


mbl.is „Hvítþvegin bleyjubörn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef nú einhvernvegin skilið þetta tekjutengingamál þannig að endurgreiðslur og bætur verða skornar niður til þeirra sem eru tekjuhærri og geta séð um sig sjálfir.  Ekki þannig að þú þurfir að hafa milljón á mánuði til að eiga rétt á persónuafslætti eða barnabótum.  En það er ekki nema von að fólk misskilji þetta í þessari gósentíð vinstrimanna þar sem ekkert kemst að nema satan sjálfur í sem þeir kalla Sjálfstæðisflokkinn.

Ef að fólkið í landinu myndi nú aðeins taka sér smá tíma í að anda inn og út og líta á málin hlutlaust úr smá fjarlægð og leggja saman 2 og 2 til að sjá að lausnin er í blómlegu atvinnulífi ekki hærri atvinnuleysisbótum þá held ég að vinstra fylgið færi í samt horf aftur, svona rétt um 12%.

Þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé búin að skíta í ræpuna á sér og sé að fá sturtað úr koppnum yfir sig núna þá er það bara þannig að þetta er illskársti kosturinn þegar kemur að kosningum.

Stebbi (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 20:52

2 Smámynd: Kjartan Rolf Árnason

Hmmm, - nú hiksta ég aftur. Ef ég borga t.d. 100.000 kall í skatt á mánuði, svo er skattareglum breytt og eftir það borga ég segjum, 110.000 kall á mánuði, er það þá ekki hækkun á skatti ???

Sé nú alls ekki að það skiptir máli hvort skattareglurnar heita Jón eða Séra Jón.

Þannig er nú það.

Kjartan Rolf Árnason, 9.4.2009 kl. 22:48

3 identicon

Tekjutengingar eru að mestu leiti bull og koma oftast millitekjufólki verst.  Oft er þetta ungafólkið sem er að koma undir sig fótunum og með því að leggja meira á sig í vinnu verða kannski tekjur á ákveðnu tekjubili skattlagðar 50-60% þegar skerðingar vegna tekjutenginga eru reiknaðar með.

Man eftir þessum svokallaða hátekjuskatti sem var til hérna um árið.  Þessi skattur var að koma sér mjög illa fyrir mig þar sem tekjur mínar voru nokkuð breytilegar milli ára.  Man að eitt árið hafði ég mjög góð laun og fór töluvert yfir viðmið hátekjuskatts. Minnir að það hafi verið um milljón yfir og varð ég að greiða haustið eftir kr.50.000 í hátekjuskatt +álag á vangreiddan skatt + áættlaðan 50.000kr hátekjuskatt fyrir árið sem var að líða.  Þannig var að þetta ár og þá sérstaklega haustið var mjög lélegt tekjulega séð og náði ég ekki yfir mörk hátekjuskattsins (20% launalækkun) en varð engu að síður að standa skyl á hátekjuskattinum.  Haustið eftir fékk ég auðvitað greitt til baka ofgreiddan hátekjuskatt, en það var einmitt gott tekjuár, svipað og fyrrst nefnda árið.

Svona var þetta eiginlega alltaf meðan hátekjuskatturinn var til staðar.  Minnir þó að ég hafi sloppið við skattinn síðasta eða síðustu tvö árinn þar sem ég var í skráðri sambúð og gat þar nýtt sameiginleg tekjumörk.

Mér finnst þó ekkert að því að þeyr tekjuhærri greiði hærri skatta.  En persónuafslátturinn gerir það að verkum að þeyr tekjulægstu borga hlutfallega minnst.  Man að þegar staðgreiðsluskatturinn og persónuafslátturinn voru tekinn upp að þá átti persónuafslátturinn að hækka sjálfkrafa 1.jan og 1.júlí til samræmis við vísitölu en þessar hækkanir voru síðar lagðar af.  Hvaða flokkar stýrðu því?

Svo er alltaf tilhneiging til að þeyr tekjuhæstu komi sér hjá að greiða t.d. hátekjuskatt með því að setja hluta af launagreiðslum sínum í einkahlutafélög og nota skattaskjól erlendis til að komast hjá 10% fjármagnstekjuskattinum og 18% fyrirtækjaskattinum en hinn venjulegi launamaður hefur engin tök á þess háttar gjörningum.

Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kjartan Rolf Árnason

Höfundur

Kjartan Rolf Árnason
Kjartan Rolf Árnason
Ljóðrænn verkfræðingur með skoðanir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  •  46316580 arctic temperatures 466gr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband