Náttúrulegar sveiflur, áhrif mannsins og óvissan

Loftslagið ræðst alls ekki eingöngu af mannavöldum né eru áhrif mannskepnunnar engin. Flókið ekki satt, báðar fullyrðingarnar réttar á sama tíma!

Vandinn er auðvitað að greina flóknar náttúrulegar sveiflur frá hinum manngerðu og tapa sér ekki í því að eðlileg óvissa um nákvæm mörk séu einhvers konar sönnun þess að loftslagskenningar séu tóm tjara. Það er svolítið eins og að túlka óvissu um komutíma flugvéla sem sönnun þess að flugið eigi sér ekki stað.

Í ljós hefur komið að sveiflur í straumakerfi úthafanna, (Atlantshafsins sérstaklega) og samspil þeirra við sveiflur í lofthjúpnum valda víxlverkunum sem koma fram sem náttúrulegar sveiflur í loftslaginu. Þannig virðist skýring fundin á breytingum sem urðu um 1910, 1940 og á áttunda áratug síðustu aldar. Þessar sveiflur ýkja hitastigshækkunina síðust einn eða tvo áratugina. Næstu 10 - 20 árin munu þær tempra hitastigshækkunina en eftir það snýst dæmið við.

Um þetta má lesa í þessari grein, og þessari, hjá Geophysical Research Letter, en um þessar niðurstöður er fjallað víða, m.a. á New Scientist hér  og hér, auk þess sem beittur penni Georg Monbiot drepur niður bleki um efnið.


mbl.is Dregur úr bráðnun hafíssins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Jamm eins og ég orða það oft: "Það er alls konar ofanáliggjandi náttúrulegar sveiflur ofan á þeirri undirliggjandi hlýnun sem er af mannavöldum"

Alltaf gaman að vitna í sjálfan sig, þá þarf maður ekki að passa að skrifa það orðrétt

Höskuldur Búi Jónsson, 18.9.2009 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kjartan Rolf Árnason

Höfundur

Kjartan Rolf Árnason
Kjartan Rolf Árnason
Ljóðrænn verkfræðingur með skoðanir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  •  46316580 arctic temperatures 466gr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband