8.11.2008 | 22:46
There is something rotten in the state of Iceland ...
Dagar líða. Vikur líða. Mánuður er þegar liðinn. Og enn hefur enginn verið látinn axla ábyrgð.
Úti í heimi er hugtakið "Iceland syndrome" orðið samnefni á fjármálahruni vegna peningaóstjórnar í litlu skuldsettu hagkerfi. Prófið bara að gúgla það. Og íslenski seðlabankastjórinn orðinn heimsfrægur. Af endemum auðvitað.Uppáhaldssagnfræðingurinn minn skrifaði einu sinni bókina "The March of Folly". Hún fjallar um sígild dæmi úr veraldarsögunni um hversu djúpt hægt er að sökkva á heimskunni einni saman. Kannski tekst okkur að koma Íslandi í svona bók? Hreint ekki fjarlægur draumur. Hvað sagði ekki Nóberlsverðlaunahafinn í hagfræði, að "your contry has been run by fools for years" og við hefðum getað betur með handahófsvali á ráðherrum og seðlabankastjórum úr símaskránni ?
Og enn koma ekki margboðuð lán frekar en Godot forðum. Þeir sem þó lána nenna ekki einu sinni lengur að tala við stjórnvöld á klakanum. Auðvitað ekki. Til hvers. Í alvöru löndum eru mönnum sparkað þegar stórfelld mistök gerast. Útlendingar skilja það. Þeir skilja ekki þessa séríslensku visku, "óviðeigandi er að persónugera vandann". Þeir vita bara að þegar enginn er látinn fara þykja enginn mistök hafa átt sér. Að við erum sammála. Að við erum samsek. Það eru skilaboðin. Frá okkur. Okkur öllum sameiginlega. Og þau heyrast. Skýrt og greinilega.
Og er einhver hissa á að útlendingar sendi ekki milljarðana sína viðstöðulaust í hendurnar nákvæmlega þeim hinum sömu ..... ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Kjartan Rolf Árnason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.