10.2.2009 | 17:36
Moldrok og smjörklípur eða þjóðarhagsmunir
Skósveinaflokkurinn ætlar greinilega að gera sitt versta í smjörklípubakstri og moldviðraþyrli um fullkomin aukaatriði eða, jafnvel heimatilbúin aukaatriði, meðan hagsmunir þjóðarinnar brenna skjótt og örugglega á báli bankahrunsins. Svo þykjast þeir hafa verið tilbúnir að skipta út stórhættulegum Seðlabankastjóranum í tíð síðustu, ha ha ha - það má nú aldeilis sjá!
Varla vert að þylja upp tilefni til brottrekstrar Seðlabanka, en þau sjá allir sem augu hafa og heyra sem eyru hafa.
En það má svo sem renna yfir þessi tilefni hér, ekki hlutlaust, en ómótmælanlegt samt, og svo líka þessi fína skýrsla sem rekur afglöp Davíðs og annarra ljómandi. Hérna eru líka samantekt af tilvitnunum, já eigum við að kalla það sýnidæmi trúverðugleikans, héðan og þaðan af bloggi G.Péturs frá 10.feb. ...
Varla verðu því trúað að atvinnumenn í pólitík geri sér ekki grein fyrir skaðanum að því að klára ekki þessi útskipti í einum grænum. Að enn skuli finnast þingmenn sem ekki geta stutt bráðaðkallandi verk landinu til heilla í þeirri stöðu sem við erum nú í er ekki bara dapurlegra en orð fá lýst - það er siðlaust, ábyrgðarlaust og allt að því glæpsamlegt.
Birgir aflétti leynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Kjartan Rolf Árnason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æææææ slæmt þegar menn eru svona þröngsýnir.
Jújú, það vantar mikið upp á trúverðugleika Seðlabankans og æskilegast hefði verið að þar kæmi ný forysta að verki til að vinna landið út úr vandanum. En ég meina allir þeir, sem ekki eru í aðstöðu til að gera neitt í þeim málum, eru með langan lista yfir "glæpi" Seðlabankaforystunnar, sem réttlæta á brottrekstur þeirra. Og af þeim sökum er ljóst að forysta Sjálfstæðisflokksins er duglaus og vill ekki hrófla við uppáhalds "ekki" pólitíkusnum sínum fyrst hún var ekki búin að reka þá.
En ég bara spyr: fyrst þetta er allt svona borðleggjandi af hverju hefur þá ný ríkisstjórn og nýr forsætisráðherra og nýr fjármálaráðherra með öllum sínum meðráðherrum ekki bara rekið Seðlabankanforystuna nú þegar???? Af hverju þurftu þeir að fara bónleið til búðar til þeirra til að fá síðan opinbera neitun um afsögn frá tveimur þeirra, sem enn kastar rýrð á landið og stjórnun þess í augum umheimsins?? Getur það verið að núverandi stjórn hafi bara engar frekari leiðir en fyrri stjórn???
Getur það verið að öll uppnefnin eigi jafnt við um núverandi stjórn og þá fyrri???? og við skulum ekki gleyma því að hluti núverandi stjórnar var líka fyrrverandi stjórn!!!
Sigurður Geirsson, 10.2.2009 kl. 18:17
Sæll Sigurður, - svarið við þinni spurningu er nú ósköp einfalt, ríkisstjórnin ætlar greinilega að fara að lögum við þetta. Eins skrýtið og mörgum finnst það er ekki heimilit bara að reka mann úr embætti bara af því að hann veldur því ekki. Ef hann hefur gerst sekur um afglöp þarf að veita honum áminningu og gefa honum tækifæri til andsvara og síðan má segja honum upp ef hann lætur ekki segjast. Síðasti forsætisráðherra sleppti því auðvitað að veita Davíð áminningu, svo það er langt ferli að fara þessa leið. Hin löglega leiðin er að leggja starfið niður og það er gert með lögunum sem verið er að ræða í þinginu.
Varla viltu mæla með því að stjórnvöld hætti að fylgja lögum og setji sig yfir lög og rétt ?
Kjartan Rolf Árnason, 10.2.2009 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.