19.2.2009 | 08:28
Innanflokksdagskrá útilokar breytingar, var það ekki já
Einmitt, ekki hægt að rýmka til fyrir persónukjöri af því það hentar ekki undirbúningi Sjálfstæðisflokksins.
Skemmtileg sýn á hvað er og hvað er ekki hægt. Svona í anda þess að viðbrögðum við bankahruninu var frestað fram yfir Landsfund. Eða að óþægindi innan flokks vegna þess gamla koma í veg fyrir burtvikningu Seðlabankastjóra sem er ígildi efnahagslegs stoppmerkis á Ísland.
Sjálfsagt hefur ekki hvarflað að þingflokki allra landsmanna að hægt sé að samþykkja breytingar á viku eða svo enda dagljóst hvað ÞJÓÐIN kallar á. Og vinna svo út frá því. Til dæmis að bjóða fram óraðaðan lista og bara - sleppa - prófkjörunum alveg ? Ætti nú ekki að vera flókið, ha, er það nokkuð ?
Vinna áfram að persónukjöri þótt ekki náist sátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Kjartan Rolf Árnason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekkert bara þetta. það þarf einfaldlega að vinna þetta mál miklu betur.
félagsmálaráðherra minnti t.d. í gær á að hafa jafna stöðu karla og kvenna á listum til þess að skapa jafnvægi á milli kynja á þingi.
Hvernig á persónukjör að geta tryggt það? Skilurður. á meðan einn stjórnarliði segir eitt kemur annar með tilskipun sem gengur þvert á hinn... þetta er bara allt í rugli og það þarf að vanda svona mál áður en það er sett í lög.
Það er allavega alveg ljóst að það er ekki hægt að skylda kjósendur til þess að raða kk og kvk jafnt á lista.
Nafnlaus (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.