29.4.2009 | 10:15
Verðbólga nú 1,4% ekki 11,9%
Hvimleið þessi villandi framsetning á verðbólgufréttum.
Verðbólga nú er hreint ekki 11,9% - það er hækkunin síðustu 12 mánuði sem má segja að sé meðalverbólga síðasta árs. Verðbólgan sjálf hefur snögg minnkað undanfarna mánuði. Í síðasta mánuði var verðhjöðnun, sem hækkun í þessum mánuði vinnur ekki einu sinni upp.
Verðhækkanir síðasta ársfjórðungs (sem er hæfilegur tímarammi) samsvara 1,4% verðbólgu á ársgrunni.
Verðbólgan nú 11,9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Kjartan Rolf Árnason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 175
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og þá viltu meina að verðbólgan hafi verið nálægt 30% um tíma á síðasta ári - sbr. meðf. töflu frá Hagstofunni. Ætli það hefði orðið til að bæta umræðuna um stöðuna? Það er yfirleitt í öllum samanburði milli landa og yfir tíma skoðað hvernig 12-mánaða hreyfingar eru.
Teddi (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 10:28
rétt hjá þér Kjartan, skammtímaverðbólga segir okkur mikið um verðbólguhraða og hvert við erum að stefna sé hún borin saman við 12 mán verðbólgu.
Teddi, ef þessar háu verðbólgutölur hefðu verið meira í umræðunni þá hefði fólk kannski gert sér betur grein fyrir hvert stefndi og hvers vegna erlendir fjárfestar misstu trú á krónunni.
Lúðvík Júlíusson, 29.4.2009 kl. 11:04
Ég hef verið talsmaður þess að stýrivaxtaákvörðun eigi að byggja á 3 mánaða verðbólgu, þar sem hún er nær því að lýsa raunverulegu ástandi en 12 mánaða verðbólga. Það er t.d. betra fyrir alla að búa við ofur vexti (30%) í 2 mánuði og síðan 7% í 10 mánuði, en að vera með 20% vexti í 12 mánuði. Í fyrra tilfellinu gætu menn hreinlega frestað ákveðnum útgjöldum í 2 mánuði, en í síðara tilfellinu þarf að fresta í 12 mánuði. Þjóðhagsleg áhrif eru því mun meiri í síðara tilfellinu.
Marinó G. Njálsson, 29.4.2009 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.