29.5.2009 | 18:57
Alvöru samdráttur - bensínbíla burt fyrir 2020?
Sem þýðir að skipta þarf út bílaflotanum alfarið fyrir 2020 - yfir í vistvæna rafmagnsbíla og aðra sem ekki valda gróðurhúsalosun. Sem sagt bensínbílar þurfa að hverfa. Alveg. Engin leið að ná þessu markmið öðru vísi. Ekki í alvöru sem sé, kannski í þykjustunni.
Í skúffu í fjármálaráðuneytinu liggja ársgamlar tillögur um hvernig þarf að breyta opinberum gjöldum á bíla og akstur til tryggja samkeppnisfærni vistbíla og fjarlægja stærstu hindrunina. Líklega aldrei verið eins sársaukalítið að gera breytingar á bifreiðagjöldum en einmitt núna í miðjum kreppuklaka bílainnflutningsins. Því er líka heitið í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar.
Hefði nú verið gaman að sjá amk fyrsta skrefið stigið í þeim breytingum sem keyrð voru í gegn í gærkvöldi á bílaskatta, - í staðinn enn eina flötu hækkunina á gamla skattstofninn.
P.s. í útlöndum þykir 15% samdráttur engan veginn merkilegt né metnaðarfullt markmið, þar eru allir á rólinu 20 - 30% enda dugir ekkert minna hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Kjartan Rolf Árnason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 176
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.