Hættumörkin í loftslagsmálum liggja neðar en áður var talið ?

Stöðugt virðast koma fram vísbendingar um að í loftslagsmálum hafi vísindamenn verið full bjartsýnir þegar metið hefur verið hversu langt væri óhætt að ganga í losun gróðurhúsaloftslagstegunda án þess að hlýnun jarðar verði stjórnlaus og óviðráðanleg.

Í náttúrunni eru alls kyns temprandi þættir sem virka á móti hlýnun og viðhalda jafnvægi. Eins konar bremsur. Ef álagið verður of mikið brotna þessi áhrif niður og jafnvægispunkturinn hrekkkur til þangað til nýtt jafnvægi finnst við önnur mörk. Fyrir okkur sem núna erum aðlöguð jörðinni eins og hún er í dag má það auðvitað alls ekki gerast.

En einmitt þetta gæti verið að gerast. Á norðurheimskautinu liggur grafið í frysti gríðarlegt magn af metangasi, en metangas hefur miklu sterkari gróðurhúsaáhrif en koltvísýringur. Ef sjórinn og landið hlýnar um of á þessu svæði losna þessar miklu birgðir, hlýnunaráhrifin margfaldast, hitinn hækkar enn meir og enn meira losnar af gasinu og svo framvegis. Stjórnlaus áhrif sem ekki verður við ráðið.

Í loftslagslíkönum hefur ekki verið talið að þetta gæti gerst fyrr en hlýnun yrði meiri heldur en nú er stefnt að því að takmarka hana við, sem sé 2 gráðurnar sem Kyoto og Kaupmannahafnar ráðstefnurnar miða við. En náttúran skeytir lítt um ráð og nefndir manna, hlustar ekki á alþjóðalög heldur eingöngu órjúfanleg náttúrulögmál. Málamiðlanir, sanngirnir og réttlæti hafa því miður ekkert vægi í náttúrunni. Nú eru stöðugt að koma fram vísbendingar um að metanið í norðri er að losna ... ekki seinna, heldur núna ..... nýjustu fréttina má lesa hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

Þetta er vissulega áhyggjuefni.

Loftslag.is, 20.8.2009 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kjartan Rolf Árnason

Höfundur

Kjartan Rolf Árnason
Kjartan Rolf Árnason
Ljóðrænn verkfræðingur með skoðanir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  •  46316580 arctic temperatures 466gr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband