4.9.2009 | 08:25
Norðurheimskautið ekkert meðaltalsvæði
Markmið alþjóðasamfélagsins í loftslagsmálum í dag er að meðalhækkun hitastigs á jörðinni verði ekki meiri en 2 gráður. Meðaltal rúmar þó auðveldlega heilmikil frávik. Norðurheimskautssvæðið er t.d. viðkvæmara fyrir loftslagsáhrifinum langt fyrir ofan meðaltal.
Nýjar rannsóknir sýna hvernig hitastig lækkaði jafnt og þétt - með smávægilegum sveiflum - síðustu tvö árþúsund. Uns á 20. öldinni verður kúvending - og norðurheimskautið hlýrra á síðustu öld heldur en nokkru sinni fyrr, sérstaklega síðustu 10 árin. Hlýskeiðið á landnámstímanum var raunverulegt, en miðað við nútímann telst það minniháttar frávik.
Sjá þessa umfjöllun á vísindavef BBC.
Svo vitnað sé í nýleg orð framkvæmdastjóra SÞ: "Scientists have been accused for years of scaremongering. But the real scaremongers are those who say we cannot afford climate action."
Flokkur: Umhverfismál | Facebook
Um bloggið
Kjartan Rolf Árnason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir að benda á þetta.
Loftslag.is, 4.9.2009 kl. 10:36
Það eru léleg vísindi að birta Hokkýstafinn hans Micael Mann, það eru allir heiðarlegir vísindamenn búnir að viðurkenna að hann er fölsun á staðreyndum. Það er ekki að undra að það yrði hlýnun á 20. öld, þá vorum við að koma út úr Litlu ísöld sem stóð fram á 19. öld. Hlýnunin á 20. öld var ekki samfelld, fóru upp og niður en náði hámarki 1998. Síðan hefur hnattræn hlýnun stöðvast, vissulega farið upp og niður en það er í það heila tekið ekki um hnattræna hlýnun að ræða frá aldamótum. Einnig staðreynd að ís á norðurslóðum er ekki á undanhaldi.
Ban-Ki-moon var hafður að fífli við Svalbarða nýlega.
Velkominn á bloggið mitt <siggigreta.blog.is>
Sigurður Grétar Guðmundsson, 4.9.2009 kl. 17:50
Siggi: hvernig væri að lesa það sem Kjartan skrifaði. Þetta er ekki Hokkístafurinn.
Loftslag.is, 4.9.2009 kl. 18:44
Þegar ég stækka myndina sé ég að þetta er rétt hjá þér, þetta er ekki Hokkýstafurinn. En þegar skoðuð eru síðustu 1000 árin á þessari mynd þá nánast blasir Hokkýstafurinn við. Það er æði erfitt að halda því fram að hitastig á norðurslóðum sé hærra nú en var á miðöldum, frá árinu 1000 til 1300. Okkur gömlu góðu sögur, ásamt mörgu öðru, sýnir þetta og sannar.
Ein samviskuspurning: Telur þú að það sem fyir augu Ban-Ki-moon bar við Svalbarða nú nýlega sýni og sanni hækkandi hita á norðurslóðum?
Sigurður Grétar Guðmundsson, 5.9.2009 kl. 10:06
Nú hef ég ekki hugmynd um hvort þú ert að spyrja mig eða Kjartan.
En mín samviska segir nei við þessari spurningu. Aftur á móti eru rannsóknaniðurstöður eins og þessi sem Kjartan bendir á þess legar að hlýnunin er óyggjandi. Fjöldamargar aðrar rannsóknir sýna það einnig og sanna.
Loftslag.is, 5.9.2009 kl. 21:35
Sigurður, ég held að þú sért að stinga höfðinu í sandinn (ísinn) með því að halda því ískalt fram sem staðreynd að ís á norðurslóðum sé ekki á undanhaldi, sem hann er samkvæmt gervihnattamælingum NASA. Þú hefur haldið þessu fram og vitnað í (en ekki getið heimilda) einhverjar óljósar heimildir þar að lútandi á síðu þinni. Þú verður, þegar þú heldur svona fullyrðingum fram, að gæta þess að geta vitnað í einhverjar heimildir máli þínu til stuðnings.
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.9.2009 kl. 23:34
Sigurður:
Um er að ræða viðamikla vísindalega athugun sem byggist á mælingum á ískjörnum, trjáhringjum og setlögum í vötnum. Rannsóknarniðurstöðurnar birtust fyrst Science sem er virt vísindarit. Í grófum dráttum kom í ljós að kólnun var að meðaltali 0,2 gráður á áratug í tvö þúsund ár til um 1900 en eftir það hækkar hitastigið um 1,2 gráðu.
Hlýskeiðið við landnám kemur greinilega fram í cirka 0,4 gráðu hlýnun á 10.öldinni sem var hlýjasta þekkta tímabilið lengi vel en 20. öldin siglir síðan svo langt fram úr því hlýskeiði eins og sést á línuritinu. Reyndar getum við Íslendingar auðvitað séð augljós einkenni þess með því að opna augun fyrir hraða breytinganna allt í kringum okkur í eigin landi.
Greinina á Science finnurðu hér, http://www.sciencemag.org/cgi/content/short/325/5945/1236, en þú þarft að vera áskrifandi til að sjá meira en úrdráttinn. En um hana hefur víða verið fjallað, m.a. í Scientific American, sjá http://www.scientificamerican.com/article.cfm?id=global-warming-reverses-arctic-cooling og vísindavef BBC, sjá http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/8236797.stm
Ég hvet þig til að kynna þér frumheildirnar áður en þú myndar þér skoðun á þeim.
Kjartan Rolf Árnason, 6.9.2009 kl. 14:47
Takk fyrir áhugavert blogg.
Í síðustu athugasemd á líklega að standa 0,2 gráðu kólnun á árþúsundi ! Kólnunin á hverjum 1000 árum var sem sagt álíka mikil og hlýnunin af völdum gróðurhúsalofttegunda á hverjum áratug telst vera núna.
Jón Erlingur Jónsson, 8.9.2009 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.