9.11.2008 | 11:11
Sljóleiki fjölmiðla og hrun Íslands
Í gær varð ég vitni að merkilegum atburði. Venjulegt fólk, eldri borgara, fjölskyldur, mæður með ung börn sín, fólk úr öllum geirum þjóðfélagsins, hópaðist saman niður í miðbæ Reykjavíkur. Fyrst fyllty það Iðnó. Þar var hvert sæti skipað, fólk stóð meðfram öllum veggjum, gangurinn var troðfullur af fólki, fyrir utan voru þeir sem ekki komust að inni fyrir og hlustu á ræður manna, beittar spurningar og svörin úr hátölurum. Alvöru borgarafundur. Alvöru mótmælafundur. Og fólki var mikið niðri fyrir.
Eftir fundinn rölti ég út á Austurvöll þar sem var stappað af fólki. Ég hef aldrei séð svona margt fólk á Austurvelli ef frá eru talin 17.júní hátíðarhöld og menningarnótt. Á leiðinni þurfti ég að útskýra fyrir nokkrum útlendum blaðamönnum hvað stæði á mótmælaspjöldunum. Þeir myndiuðu í gríð og erg. Í heilan klukkutíma stóð fólkið rólegt, hlustaði, klappaði.
Það eru tímamót í íslenskri samtímasögu að venjulegu fólki sé svo nóg boðið af framgangi stjórnvala að það þyrpist út á götur til að taka þátt í friðsömum mótmælum helgi eftir helgi. Við vitum öll að slíkt gerist ekki á Íslandi. Fyrr en nú.
En næstum því ennþá merkilegara þótti mér fréttaflutningurinn af viðburðunum. Fjölmiðlum þótti allt þetta ekkert fréttnæmt. Að þúsundir manna söfnuðust saman til að krefjast breytinga. Fjölmiðlum þótti ekki féttaefni hvers væri krafist. Hverjir hefðu haldið ræður.
Nei í staðinn nýttu fréttamenn sér það að ungur maður hefði klifrað upp á Alþingishúsið og flaggað fána og að eftir að fundinum sjálfum var slitið hefði hópur ungmenna kastað eggjum á þinghúsið. Allt í einu hét það að mótmæli hefðu leyst upp í óeirðir, átök við lögregluna og ég veit ekki hvað. Ég var þarna. Veit að þetta er fjarri öllu sanni. Sá Geirjón standa við annan mann í rólegheitum að spjalla við "óeirðaseggina". En veit að þeir sem ekki voru á staðnum heldur lesa bara blöðin fá ekkert að vita af því sem gerðist í raun og veru, þeir fregna bara uppspunna sögu af "óeirðum" og æsingum.
Og fjölmiðlar afhjúpa sinnuleysi sitt og sljóleika gagnvart raunverulegum viðburðum, því sem raunverulega er að gerast í samfélaginu og birta enn einu sinni stórhættulega fíkn sína í "spectacle". Ekki að undra að slíkir fjölmiðlar hafi gersamlega brugðist því hlutverki sínu sem "fjórða valdið" - hlutverki upplýsandans sem segir okkur hvað er að gerast í samfélaginu, þannig að við syndum óvitandi og sinnulaus inn í hyldýpi hrunsins og kreppunnar án þess að nokkur gripi í taumana meðan fáfróðir og ábyrgðarlausir einstaklingar véluðu og díluðu í sandkassaleik og áttu að heita stjórnvöld.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Kjartan Rolf Árnason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mótmæli - Skipanir að ofan neyða lögreglu til að sýna vald?
Megum við búast við þessu næsta laugardag?Ævar Rafn Kjartansson, 9.11.2008 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.