25.11.2008 | 13:37
Kreppan framundan er alvöru kreppa, þessi er bara hégómi
Í dag er kreppa. Heimskreppa, svona næstum því alla vega. En aðallega kreppa á Íslandi. Hún er slæm. Kom óvænt en þó margboðuð. Við nefnilega hlustuðum ekki á aðvaranir, héldum dauðahaldi í óskhyggjuna og afneituðum einfaldlega óþægilegum veruleika.
En þessi kreppa er samt ekkert svo merkileg. Við verðum bara ekki eins rík og við vorum áður. En samt rosalega rík miðað við flestar aðrar þjóðir.
En framundan er önnur kreppa. Vistkerfiskreppan. Hún er svona alvöru. Hún snýst um tilverugrundvöllinn sjálfan, lífsskilyrðin. Hún er 5 aldauðatímabil jarðsögunnar. Það síðasta var þegar risaeðlurnar dóu út. James Lovelock uppgötvaði gangvirkið sem framkallar hana fyrir næstum hálfri öld. Þá var hlegið að honum. Nú er hann einn virtasti vísindamaður heims á þessu sviði. Hann telur að við séum komin á tímabil óafturkræfra breytinga, gangvirkið verði ekki stöðvað héðan af. Það eru ekki allir sammála honum. Vonandi hafa þeir rétt fyrir sér, því Lovelock reiknar með fjöldafelli ekki bara dýra heldur líka manna. Að mannkyni muni fækka um svona cirka 80% á öldinni.
Vísindamenn eru sammála um að breytingar séu að gerast og það hratt, - stutt sé í óafturkræfar breytingar og hamskipti umhverfisins. Aðeins er óvissa um hve langur tími sé til stefnu. Stjórmálamönnum hefur ekki þótt ástæða til þess að gera neitt sérstakt - af því að módelin voru ekki hárnákvæm, af því að óvissan var til staðar. Nú er að koma betur og betur í ljós að það var rétt að vísindasamfélagið (lesist IPCC sem fékk Nóbelinn fyrir vikið) reiknaði ekki alveg rétt. Breytingarnar gerast nefnilega miklu HRAÐAR en reiknað var með. Einmitt. Óvissan var nefnilega líka á þann veginn.
Höfin sem sé verða miklu súrari miklu hraðar en fyrr. Lesist eitruð. Ísinn á skautunum bráðnar miklu hraðar. Hér og hér. Lesist hækkandi sjávarborð. Lesist Golfstraumurinn í hættu. Metangasið bundið í sífrera Síberíu og Kanada losnar í miklu meira mæli en áður var talið. Hér og hér. Lesist margföld gróðurhúsaáhrif. Metan er 25 sinnum virkara en CO2.
Svo þá er það spurningin. Eigum við að reyna aftur að vita hvort óþægilegar staðreyndir hverfa ekki af sjálfu sér, ef við bara óskum þess nógu heitt og verðum samtaka, - ja allavega meirihutinn, hann ræður jú, - um að afneita þeim ???
Eða gera eitthvað ? Kannski er það ekki ennþá of seint.
Höfin verða súrari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:40 | Facebook
Um bloggið
Kjartan Rolf Árnason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.