Rökum snúið á haus frá því Davíð rak Landsbankastjórana

Jæja, kom þá loksins svarbréf Davíðs og varla neitt sem kemur á óvart í því. En verðugt er að rifja upp rökstuðning Davíðs sjálfs frá því hann rak bankastjóra Landsbankans á sínum tíma, löngu áður en ráðningartími þeirra rann út. Þá þótti honum alveg sjálfsagt að þeir færu með illu af eintómum - já, hvað heitir það nú hjá karlinum, "óefnislegum ástæðum" - sem sagt til þess að skapa einhug og sátt og tryggja að trúverðugleiki bankans yrði ekki dreginn í efa, enda væri trúverðugleiki lykilatriði í bankarekstri.

Já nú heita þær eitthvað allt annað þessar nákvæmlega sömu röksemdir - þó af miklu sterkara tilefni séu, því varla er nú hægt að bera saman efasemdir um Landsbankann út af kruðeríi og veiðiferðum bankastjóranna og fordæmalausu háð um Seðlabanka Íslands um allan hinn vestræna heim.

Sitt er nú hvað, eigið skinn eða annarra! Svo ekki sé nú talað um háheilagt skinn Davíðs heilags Oddssonar.


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Stórgóður punktur sem þú dregur hérna fram! En því miður er það einkenni veikra einstaklinga að snúa öllu í kringum sig á haus. Það er erfitt verkefni að eiga við slíka einstaklinga en ég tel að við gætum ekki óskað okkur hæfari manneskju að eiga við hann en Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún býr nefnilega yfir þeirri einurð, yfirvegun og skapfestu sem til þarf þegar átt er við alvarlega veika einstaklinga. Þess vegna ætla ég að senda Jóhönnu allar mínar bestu óskir og bænir!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.2.2009 kl. 21:10

2 Smámynd: Kjartan Rolf Árnason

Takk fyrir athugasemdirnar Steinunn og Rakel, og já ég tek nú undir góðar óskir Jóhönnu til handa. Hún er alla vega að sýna allt það rétta alveg frá fyrstu stundu, - so far so good - svo er að sjá hvað Skósveinaflokkurinn á þingi megnar að skemmileggja mikið. Þeir ætla greinilega að gera sitt til þess.

Kjartan Rolf Árnason, 8.2.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kjartan Rolf Árnason

Höfundur

Kjartan Rolf Árnason
Kjartan Rolf Árnason
Ljóðrænn verkfræðingur með skoðanir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  •  46316580 arctic temperatures 466gr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband