Hver veit betur - leikmaðurinn eða vísindamaðurinn?

Orð Gore eru í sjálfu sér ekki mikil frétt. Þessar sömu upplýsingar hafa því miður komið margsinnis fram frá ótal aðilum úr vísindasamfélaginu, birst í hvað eftir annað í vísindaritum og jafnvel heimspressunni. Helst að lítið hafi verið fjallað um það í íslenskum blöðum. Þeir sem halda öðru fram eru yfirleitt illa að sér eða á kaupi hjá hagsmunaaðilum.

En það slær mig hvernig athugasemdir koma við fréttina. Mér þykir næstum lygilegt hversu leikmaðurinn þykir sjálfsagt að vita betur en gervallt vísindasamfélagið og afgreiða aðvörunarorð og óhentugar fréttir sem markleysu og gera síðan sitt besta til að skjóta sendiboðann.

Minnir mig illyrmilega á hvernig aðvörunarorð um aðsteðjandi hættur í fjármálakerfinu voru afgreiddar undanfarin ár þó nú þykist allir geta sest í dómarasæti.

Hvernig væri nú einu sinni að horfast í augu við raunveruleikann á réttum tíma ?


mbl.is Gore segir örlagastund nálgast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

Bara kvitt - sammála.

Loftslag.is, 28.4.2009 kl. 23:12

2 identicon

Hverjir vita betur, Al prumpuhæsn Gore eða vísindamennirnir?

Þetta er ekkert spurning um allt vísindasamfélagið og Gore gegn örfáum mönnum.

ÞAð var einmitt hlegið af þeim sem vöruðu við efnahagshruninu, vegna þess að þeir settu sig á móti hinu almenna "concensusi".

Mikið hefur verið talað um skýrslu SÞ sem eitthvað almennt alsherjar samþykki, en það er það ekki.

Nú eru komnir fram 650 vísindamenn sem lögðu fram skýrslu gegn SÞ, þar á meðal hópur manna sem upphaflega voru með á nótunum í skýrslu SÞ. En þeir sem standa á bak við skýrsluna á móti "hinu almenna samþykki" eru 12 sinnum fleiri.

Hlutfallið er 12 á móti 1, í hag þeim sem eru ekki sammála "global warming". Samt tala FJÖLMIÐLARNIR um almennt samþykki með "global warming". Í þessum hóp eru vísindamenn sem voru skráðir fyrir "samþykkinu" hjá SÞ, en HAFA SKIPT UM SKOÐUN.

Linkur á skýrlsuna: http://epw.senate.gov/public/index.cfm?FuseAction=Minority.Blogs&ContentRecord_id=2158072E-802A-23AD-45F0-274616DB87E6

Hvaða raunveruleika viltu horfast í augu við? Eftirfarandi er umfjöllun frá CFR, council on foreign relations;

http://www.cfr.org/publication/17977/u_s_senate_minority_report.html

"Over 650 dissenting scientists from around the globe challenged man-made global

warming claims made by the United Nations Intergovernmental Panel on Climate Change

(IPCC) and former Vice President Al Gore. This new 231-page U.S. Senate Minority

Report report -- updated from 2007’s groundbreaking report of over 400 scientists who

voiced skepticism about the so-called global warming “consensus” -- features the

skeptical voices of over 650 prominent international scientists, including many current

and former UN IPCC scientists, who have now turned against the UN IPCC. This

updated report includes an additional 250 (and growing) scientists and climate

researchers since the initial release in December 2007. The over 650 dissenting scientists

are more than 12 times the number of UN scientists (52) who authored the media-hyped

IPCC 2007 Summary for Policymakers."

magus (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 01:11

3 Smámynd: Kjartan Rolf Árnason

Kæri magus, - ég held að jafnvel enn þann dag í dag haldi vísindamenn tóbaksfyrirtækja því fram að reykingar séu ekki skaðlegar, ...

Á sama hátt eru hagsmunatengdir vísindamenn týndir til að andmæla loftslagsbreytingum. Þessir hópar sem þú visar á eru nákvæmlega það, rækilega hagsmunatengdir.

Hins vegar eru auðvitað til raunverulegir vísindamenn sem efast. Þannig er það alltaf gagnvart nýjum kenningum. Landrekskenningin var dreginn í efa áratugum saman eftir að hún kom fram þrátt fyrir yfirgnæfandi líkur. Sumir efast jafnvel um þróunarkenninguna. Það er einmitt í eðli vísinda að efast í stað þess að trúa. Þess tiltekna kenning er hins vegar á alla eðlilega mælikvarða orðin að hinni viðurkenndu kenningu vísindasamfélagsins. Nægir að líta nánast öll vísindarit sem gefin eru út. En hér má sjá vangaveltur um þetta.

Í öðru lag má hugleiða annað atriði, eða áhættuna af því að hafa á röngu að standa. Sé kenningin um lofslagsbreytingar rétt eru afleiðingarnar af því að bregðast ekki við þvílíkar að engu öðru líkist. Engin veit nákvæmlega hverjar þær gætu verstar orðið, en vel er hugsanlegt að mannkyni fækki um nokkra milljarða.

Á hinn bóginn ef kenningin reynist röng og brugðist er við að óþörfu er kostnaðurinn af því um 1% af þjóðarframleiðslu heimsins, eða minni en kostnaður Bandaríkjanna af Íraksstríðinu.

Ef þú ert ekki alveg 100% viss, hvorn sjensinn viltu taka ?

Kjartan Rolf Árnason, 29.4.2009 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kjartan Rolf Árnason

Höfundur

Kjartan Rolf Árnason
Kjartan Rolf Árnason
Ljóðrænn verkfræðingur með skoðanir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  •  46316580 arctic temperatures 466gr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 176

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband