18.9.2009 | 10:02
Náttúrulegar sveiflur, áhrif mannsins og óvissan
Loftslagið ræðst alls ekki eingöngu af mannavöldum né eru áhrif mannskepnunnar engin. Flókið ekki satt, báðar fullyrðingarnar réttar á sama tíma!
Vandinn er auðvitað að greina flóknar náttúrulegar sveiflur frá hinum manngerðu og tapa sér ekki í því að eðlileg óvissa um nákvæm mörk séu einhvers konar sönnun þess að loftslagskenningar séu tóm tjara. Það er svolítið eins og að túlka óvissu um komutíma flugvéla sem sönnun þess að flugið eigi sér ekki stað.
Í ljós hefur komið að sveiflur í straumakerfi úthafanna, (Atlantshafsins sérstaklega) og samspil þeirra við sveiflur í lofthjúpnum valda víxlverkunum sem koma fram sem náttúrulegar sveiflur í loftslaginu. Þannig virðist skýring fundin á breytingum sem urðu um 1910, 1940 og á áttunda áratug síðustu aldar. Þessar sveiflur ýkja hitastigshækkunina síðust einn eða tvo áratugina. Næstu 10 - 20 árin munu þær tempra hitastigshækkunina en eftir það snýst dæmið við.
Um þetta má lesa í þessari grein, og þessari, hjá Geophysical Research Letter, en um þessar niðurstöður er fjallað víða, m.a. á New Scientist hér og hér, auk þess sem beittur penni Georg Monbiot drepur niður bleki um efnið.
Dregur úr bráðnun hafíssins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.9.2009 | 08:25
Norðurheimskautið ekkert meðaltalsvæði
Markmið alþjóðasamfélagsins í loftslagsmálum í dag er að meðalhækkun hitastigs á jörðinni verði ekki meiri en 2 gráður. Meðaltal rúmar þó auðveldlega heilmikil frávik. Norðurheimskautssvæðið er t.d. viðkvæmara fyrir loftslagsáhrifinum langt fyrir ofan meðaltal.
Nýjar rannsóknir sýna hvernig hitastig lækkaði jafnt og þétt - með smávægilegum sveiflum - síðustu tvö árþúsund. Uns á 20. öldinni verður kúvending - og norðurheimskautið hlýrra á síðustu öld heldur en nokkru sinni fyrr, sérstaklega síðustu 10 árin. Hlýskeiðið á landnámstímanum var raunverulegt, en miðað við nútímann telst það minniháttar frávik.
Sjá þessa umfjöllun á vísindavef BBC.
Svo vitnað sé í nýleg orð framkvæmdastjóra SÞ: "Scientists have been accused for years of scaremongering. But the real scaremongers are those who say we cannot afford climate action."
19.8.2009 | 08:56
Hættumörkin í loftslagsmálum liggja neðar en áður var talið ?
Stöðugt virðast koma fram vísbendingar um að í loftslagsmálum hafi vísindamenn verið full bjartsýnir þegar metið hefur verið hversu langt væri óhætt að ganga í losun gróðurhúsaloftslagstegunda án þess að hlýnun jarðar verði stjórnlaus og óviðráðanleg.
Í náttúrunni eru alls kyns temprandi þættir sem virka á móti hlýnun og viðhalda jafnvægi. Eins konar bremsur. Ef álagið verður of mikið brotna þessi áhrif niður og jafnvægispunkturinn hrekkkur til þangað til nýtt jafnvægi finnst við önnur mörk. Fyrir okkur sem núna erum aðlöguð jörðinni eins og hún er í dag má það auðvitað alls ekki gerast.
En einmitt þetta gæti verið að gerast. Á norðurheimskautinu liggur grafið í frysti gríðarlegt magn af metangasi, en metangas hefur miklu sterkari gróðurhúsaáhrif en koltvísýringur. Ef sjórinn og landið hlýnar um of á þessu svæði losna þessar miklu birgðir, hlýnunaráhrifin margfaldast, hitinn hækkar enn meir og enn meira losnar af gasinu og svo framvegis. Stjórnlaus áhrif sem ekki verður við ráðið.
Í loftslagslíkönum hefur ekki verið talið að þetta gæti gerst fyrr en hlýnun yrði meiri heldur en nú er stefnt að því að takmarka hana við, sem sé 2 gráðurnar sem Kyoto og Kaupmannahafnar ráðstefnurnar miða við. En náttúran skeytir lítt um ráð og nefndir manna, hlustar ekki á alþjóðalög heldur eingöngu órjúfanleg náttúrulögmál. Málamiðlanir, sanngirnir og réttlæti hafa því miður ekkert vægi í náttúrunni. Nú eru stöðugt að koma fram vísbendingar um að metanið í norðri er að losna ... ekki seinna, heldur núna ..... nýjustu fréttina má lesa hér.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2009 | 18:57
Alvöru samdráttur - bensínbíla burt fyrir 2020?
Sem þýðir að skipta þarf út bílaflotanum alfarið fyrir 2020 - yfir í vistvæna rafmagnsbíla og aðra sem ekki valda gróðurhúsalosun. Sem sagt bensínbílar þurfa að hverfa. Alveg. Engin leið að ná þessu markmið öðru vísi. Ekki í alvöru sem sé, kannski í þykjustunni.
Í skúffu í fjármálaráðuneytinu liggja ársgamlar tillögur um hvernig þarf að breyta opinberum gjöldum á bíla og akstur til tryggja samkeppnisfærni vistbíla og fjarlægja stærstu hindrunina. Líklega aldrei verið eins sársaukalítið að gera breytingar á bifreiðagjöldum en einmitt núna í miðjum kreppuklaka bílainnflutningsins. Því er líka heitið í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar.
Hefði nú verið gaman að sjá amk fyrsta skrefið stigið í þeim breytingum sem keyrð voru í gegn í gærkvöldi á bílaskatta, - í staðinn enn eina flötu hækkunina á gamla skattstofninn.
P.s. í útlöndum þykir 15% samdráttur engan veginn merkilegt né metnaðarfullt markmið, þar eru allir á rólinu 20 - 30% enda dugir ekkert minna hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2009 | 09:47
Árans stjórnarskráin skemmir allt
Óréttlátt og ósanngjarnt að þurfa þola hækkun skulda langt út fyrir það sem maður reiknaði með, óskandi væri að þeir sem njóta hækkunarinnar, sem sé þeir sem eiga skuldirnar, - á endanum lánadrottnar bankanna og íbúðalánasjóðs, innlendir og erlendir - væru bara til í að afþakka gott boð. Þar stendur líklega hnífurinn í kúnni, hmmm.
En að skikka þá bara til þess. Gera eignirnar bara upptækar í þágu skuldara?
Árans stjórnarskráin eyðileggur það, skamm, skamm, svona gerir maður ekki segir þar einhvers staðar. Nema bæta að fullu fyrir. Og dómskerfið mun umsvifalaust taka undir þá túlkun.
En erum við þá ekki að tala um að leiðrétta eitt ranglæti með öðru ranglæti. Er það ekki annars ranglæti að láta þá taka á sig skuldaniðurfærsluna sem hverki komu nærri, hina skuldlausu í gegnum skattkerfið. Hvers eiga þeir að gjalda??? Fyrir mína parta hafði ég heilmikið fyrir því að halda mínum skuldum í viðráðanlegu horfi og taka spennuna úr boganum á sínum tíma, ég er eiginlega ekkert til í að taka á mig skuldir annarra, mér duga eigin skuldir fulllkomlega, takk fyrir.
Fyrir utan að gengið mun leiðréttast fyrr eða síðar og þá fara myntkörfulánin niður af sjálfu sér. Ætti þá að skila til baka höfuðstólslagfæringu? Jah, maður spyr sig.
Ætli hún sé nokkuð svo galin þessi fornkveðna, - víst er heimurinn ranglátur en hjálpum þeim sem eru hjálpar þurfi.
Málefnahópur VG vill lækka höfuðstól lána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.5.2009 | 09:54
Aðeins mögulegt að nýta fjórðung þekktra olíulinda !
Sláandi staðreynd um loftslagið. Eigi að hemja hlýnunina (sem sé halda sig innan við 2stiga hlýnun sem þó kemur til með að hafa dramatísk áhrif um allan heim) má ekki bæta meiru CO2 út í andrúmsloftið en sem svarar til fjórðungs þegar þekktra linda olíu og kola.
Meira er einfaldlega ekki pláss fyrir. Eða eins og fram kemur í þessari grein hér má losun fram til 2050 aðeins nema 1000 milljón tonn kolefnis. Til samanburðar var losunin 234 milljón tonn milli árin 2000 - 2006. Sem sé - kolefnislaust samfélag iðnríkjanna fyrir 2050 og stórfelldur samdráttur losunar fyrir 2020 er ekki bara draumsýn heldur eina mögulega leiðin.
Ef einhverjum þykir mörkin ströng er ágætt að hafa í huga að 2 stiga hækkunin sem þessu fylgdi er óvissu háð, það eru 25% líkur á að hækkunin verði MEIRI. Og já, sjávarborð mun þá hækka um á bilinu hálfan til einn og hálfan metra. Satt, þar sökkva nokkrar borgir, en þannig er það nú bara, þrátt fyrir allt eru ræktarlöndin mikilvægari, þar er vandinn mun meiri og alvarlegri.
Fær mann til að íhuga hversu skynsamleg olíuleit á Drekasvæðinu er . . .
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2009 | 10:15
Verðbólga nú 1,4% ekki 11,9%
Hvimleið þessi villandi framsetning á verðbólgufréttum.
Verðbólga nú er hreint ekki 11,9% - það er hækkunin síðustu 12 mánuði sem má segja að sé meðalverbólga síðasta árs. Verðbólgan sjálf hefur snögg minnkað undanfarna mánuði. Í síðasta mánuði var verðhjöðnun, sem hækkun í þessum mánuði vinnur ekki einu sinni upp.
Verðhækkanir síðasta ársfjórðungs (sem er hæfilegur tímarammi) samsvara 1,4% verðbólgu á ársgrunni.
Verðbólgan nú 11,9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2009 | 18:46
Hver veit betur - leikmaðurinn eða vísindamaðurinn?
Orð Gore eru í sjálfu sér ekki mikil frétt. Þessar sömu upplýsingar hafa því miður komið margsinnis fram frá ótal aðilum úr vísindasamfélaginu, birst í hvað eftir annað í vísindaritum og jafnvel heimspressunni. Helst að lítið hafi verið fjallað um það í íslenskum blöðum. Þeir sem halda öðru fram eru yfirleitt illa að sér eða á kaupi hjá hagsmunaaðilum.
En það slær mig hvernig athugasemdir koma við fréttina. Mér þykir næstum lygilegt hversu leikmaðurinn þykir sjálfsagt að vita betur en gervallt vísindasamfélagið og afgreiða aðvörunarorð og óhentugar fréttir sem markleysu og gera síðan sitt besta til að skjóta sendiboðann.
Minnir mig illyrmilega á hvernig aðvörunarorð um aðsteðjandi hættur í fjármálakerfinu voru afgreiddar undanfarin ár þó nú þykist allir geta sest í dómarasæti.
Hvernig væri nú einu sinni að horfast í augu við raunveruleikann á réttum tíma ?
Gore segir örlagastund nálgast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Úr þingskaparlögum, 57. gr.
"Ef umræður dragast úr hófi fram getur forseti úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd.
Forseti getur stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig getur forseti lagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo að hún standi skemur en þrjár klukkustundir alls. Tillögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum.
Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið, umræðutími eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. 1)"
Af hverju í ósköpunum beitir þingforseti ekki þessum heimildum til að stöðva yfirlýst málþóf fáeinna þingmanna gegn yfirgnæfandi meirihlutavilja þings og þjóðar ?
Eða þingmenn sjálfir ?
Voru þessi lög ekki sett til einhvers, eða er þetta allt ein sýndarmennska ?
Enn óljóst um þinglok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2009 | 09:59
Málþóf í boði þingforseta ?
Úr þingskaparlögum, 57. gr."Ef umræður dragast úr hófi fram getur forseti úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd.
Forseti getur stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig getur forseti lagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo að hún standi skemur en þrjár klukkustundir alls. Tillögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum.
Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið, umræðutími eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður.
1)"
Af hverju í ósköpunum beitir þingforseti ekki þessum heimildum til að stöðva yfirlýst málþóf fáeinna þingmanna gegn yfirgnæfandi meirihlutavilja þings og þjóðar ?
Eða þingmenn sjálfir ?
Voru þessi lög ekki sett til einhvers, eða er þetta allt ein sýndarmennska ?
Enn ósamið um þinglok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kjartan Rolf Árnason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 176
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar