13.11.2008 | 17:52
Læknum lýðræðið
Íslenskir stjórmálamenn hafa orðið berir að því að vera vanhæfir. Að loka augunum fyrir aðsteðjandi ógn. Að taka sérhagsmuni fram yfir almannaheill. Að taka flokkinn sinn og flokksagann fram yfir allt annað. Flokkshollusta gengur framar hæfni. Skrökva blákalt framan í þjóðina. Dylja upplýsingum. Blekkja. Ráðherrar drottna yfir framkvæmdavaldinu og löggjafarvaldinu og komast upp með hvaða duttlunga og vitleysu og loddaraskap sem er. Lög um ráðherraábyrgð er orðin tóm. Aðhaldið er ansi léttvægt, hvort sem er frá öðrum greinum valdsins, stofnunum, fjölmiðlum, hvað þá fólkinu í landinu.
Og svo valda þeir alls ekki verkefninu. Skilja ekki viðfangsefnið, hafa ekki rænu á að fá sér hæfa ráðgjafa og geta ekki tekið óþægilegar ákvarðanir.
Þetta eru einkenni sjúks lýðræðis.
Og þannig hefur þetta verið í mörg ár og þannig var leiðin þangað sem við erum komin nú. Ef eðlilegs aðhalds og ábyrgðar og virðingar fyrir almannahag og alvöru vinnubrögðum verið gætt hefði sú leið verið ófær, einhvers staðar hefði verið hindrun á leiðinni.
Á Nýja Íslandi má þetta ekki vera hægt. Við þurfum að lækna lýðræðið. Setja stjórmálamenn í þá stöðu að bera ábyrgð. Gagnvart kjósendum sínum. Ráðherra gagnvart þinginu. Greina í sundur með ríkisstjórn og þingi. Auka aðhald. Gefa fólki tækifæri til að taka í taumana, eiga frumkvæði. Opna samfélagið, opna stjórnsýsluna, auka gegnsæið. Það eru til ótal úrræði, vel þekkt.
Notum þau líka hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Kjartan Rolf Árnason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.